miðvikudagur, febrúar 18, 2009
Vindar og væl
Ég á að vera sofandi.
Afhverju er ég ekki sofandi?
Ég meina... Mér finnst fátt skemmtilegra en að sofa.
Ég stofnaði svefnfélag for crying out loud!
Núna er ég farin að kvíða því hvað verður erfitt að vakna á morgun.
Sem gerir mér ennþá erfiðara fyrir.
Ég er búin að skoða allt internetið.
Ég var næstum því farin að læra heima!
En ég ákvað að skoða allt internetið upp á nýtt.
Ég var uppgvöta nýjan hlut varðandi húsið sem ég bý í.
Þegar það er rok þá vælir húsið.
Húsið er vælukjói.
Það er ekki mikið nýtt að gerast.
Ég fer í skólann.
Stundum fer ég samt óvart ekki í skólann.
Ég fer í vinnuna.
Ekkert skróp þar.
Ég horfi á Vini.
Vinir eru að eyðileggja líf mitt.
Ég geri nánast ekkert annað en að glápa á þá.
Kem engu í verk.
Þetta er hræðilegt ástand.
Að öðru.
Æi skiptir ekki.
tisa at 01:33
0 comments